Miðherjinn frægi, Shaquille O´Neal verður í dag kynntur sem einn af eigendum Sacramento Kings í NBA deildinni. Um er að ræða minnihlutaeign hjá Shaq en Kings hafa nýlega komist í meirihlutaeigu Vivek Ranadive.
Í dag verður Shaq kynntur til sögunnar vestanhafs sem nýr eigandi að litlum hluta félagsins og verður eflaust minntur á þau orð sín þegar hann kallaði liðið Sacramento „Queens“ verandi þá leikmaður LA Lakers.
Shaq hætti tímabilið 2010-2011 og hefur síðan þá verið hjá TNT sjónvarpsstöðinni að spá og spekúlera í körfubolta sem og að stunda sín margþekktu fíflalæti (e. Shaqtin’ A Fool)