spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJan Baginski til Graceland

Jan Baginski til Graceland

Hinn efnilegi Jan Baginski, leikmaður Njarðvíkur, hefur samið við Graceland háskólann í Bandaríkjunum um að leika með liðinu í NAIA deildinni næstu fjögur árin. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Soccer and Education USA fyrirtækisins.

Graceland háskólinn er staðsettur í Lamoni í Iowa-ríki og mun Jan leika með liði Geitunganna (e. Yellowjackets). Jan er fæddur árið 2003 og lék hann í 23 leikjum með Njarðvík í Subway deild karla á síðasta tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -