spot_img
HomeFréttirSundsvall lá í fyrsta leik

Sundsvall lá í fyrsta leik

Keppni í sænsku úrvalsdeildinni er hafin og á laugardag mættu Sundsvall drekarnir á sterkan heimavöllu Södertalje Kings og máttu sætta sig við 85-77 ósigur á útivelli. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall með 21 stig og 3 stoðsendingar.
 
 
Hlynur Bæringsson bætti við 9 stigum og 13 fráköstum en Ægir Þór Steinarsson kom svo af bekknum og lék í tæpar 23 mínútur og gerði tvö stig og gaf eina stoðsendingu.
 
Sundsvall leika svo annað kvöld sinn fyrsta heimaleik í deildinni þegar KFUM Nassjö koma í heimsókn en KFUM líkt og Sundsvall mátti þola ósigur í sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið fékk Norrköping Dolphins í heimsókn.
  
Fréttir
- Auglýsing -