Árlegur kynningarfundur KKÍ fyrir Dominosdeildir karla og kvenna fer fram í þessum töluðu orðum og mun karfan.is fylgjast með gangi mál. Á fundinum er keppnistímabilið kynnt, spá liðanna opinberuð og skrifað undir samstarfssamning við Stöð 2 sport um stóraukna umfjöllun um Domino’s deildirnar í vetur.
Valskonum er spáð sigri í deildinni í vetur en liðið hefur farið vel af stað og vann til að mynda Lengjubikarinn á dögunum. Að sama skapi er Njarðvíkurstúlkum spáð falli.
Spá liðanna:
1. Valur
2. Haukar
3. Grindavík
4. Snæfell
5. Keflavík
6. KR
7. Hamar
8. Njarðvík
Undanúrslit myndu líta svona út ef rétt reynist:
Valur – Snæfell
Haukar – Grindavík
Nánari umfjöllun frá blaðamannafundinum verður seinna í dag.