Íslandsmeistarar Þórs lögðu Keflavík í kvöld í Subway deild karla, 114-89. Eftir leikinn er Þór í efsta sæti deildarinnar með 24 á meðan að Keflavík er í 3. sætinu með 20 stig.
Þessi lið mættust síðast 11. Nóvember í Blue höllinni og endaði leikurinn 80-89 fyrir Þór. Keflavík hefur ekki spilað síðan 27 janúar er þeir töpuðu fyrir ÍR heima. Þetta verður fyrsta skipti sem Halldór Garðar kemur á sinn gamla heimavöll.
Þór unnu ÍR í síðasta leik fyrir viku í algjörum naglbít. Breytingar hafa verið hjá báðum liðum. Þór hafa bætt við sig Kyle Johnson, sem var áður hjá Stjörnunni og Njarðvík og er fengin til að auka breidd liðsins fyrir lokaátökin.
Keflavík misstu Okeke sem var bæði stiga og frákastahæsti leikmaður liðsins og losuðu CJ. Burks undan samningi.
Í þeirra stað fengu þeir Litháan Darius Tarvydas og bandaríkjamanninn Mustapha Heron til liðs við sig.
Darius hefur spilað tvo leiki. Mustapha þreytir frumraun sína í kvöld og eru margir spenntir að sjá hann.
Umfjöllun:
Bæði lið koma inn af krafti en drekinn er mættur í stúkuna. Staðan eftir fyrsta er 30-20. Mikið stigaskor og ekki mikil varnarleikur. Luciao með 10 stig af bekknum hjá Þór en Mustapha með 11 stig fyrir heimamenn.
Keflavík skorar 16 stig í öðrum leikhluta en Þórsarar eru á eldi og skoruðu 33 stig. Staðan í hálfleik er 63-36 fyrir heimamenn. Hjalti verður að finna einhver stopp ef þetta á ekki eftir að enda illa. Þór leiddi mest með 27 stigum í fyrri hálfleik og voru Luciao og stóri Ron að spila vel saman. Þór að skjóta boltanum 58% á móti 46% hjá Keflavík
Hjá Þór er Luciano með 18 stig og Mustapha 13 hjá Keflavík.
Keflavík koma dýrvitlausir inní seinni en er lítið ágengt og er Milka ekki að eiga leik lífsins hér í kvöld hvorki í vörn eða sókn. En Mustapha lofar góðu hjá keflavík og Jaka er að gera sitt auk Darius annað er lítið að frétta.
Staðan eftir þriðja 89-57 eftir að stóri Ron lokar leikhlutanum með þrist.
Fjórði leikhluti heldur áfram með öskrandi dreka í stúkunni halda Þórsarar áfram að þjarma að þeim Ragnar með troðslur í öllum regnbogans litum og er að spila frábæra vörn og Luciano hittir úr öllu.með 6 af 11 í þristum.
Erfitt fyrir Keflavík sem hafa ekki spilað síðan 27 jan og með nánast nýtt lið að lenda í Drekanum í fyrsta leik.
Leikurinn endar Þór 114-89 Kelfavík
Byrjunnarlið:
Þór: Glynn,Davíð,Daniel,Ragnar,Ronaldas.
Keflavík: Mustapha,Jaka,Milka,Hörður,Valur.
Tölfræði leiks:
Hjá Þór var Luciano með 32 stig og 29 framlagspunkta. Stóri Ron með 19 stig.
Hjá Keflavík voru Mustapha og Darius með 20 stig báðir
Eftir leik:
Keflavík fær næst Breiðablik í heimsókn. Þeir halda áfram að móta liðið fyrir úrslitakeppnina sem þeir eru öruggir með. Og er enginn örvænting þar á bæ þó þeir hafi tapað þrem í röð núna þá efast enginn um að þeir eigi eftir að vera klárir enda með hörku mannskap. Þórsarar spila líka við Breiðablik heima en á eftir Keflavík þó og verður fróðlegt að fá að vita hvar Pétur finnur óskilvirkni í liði Lárusar. En Pétri hefur tekist að gera orðið „óskilvikni“ að tískuyrði hjá podcastþáttastjórnendum fyrir utan það að gera Breiðablik að contendurum í úrslitakeppni.
Kjarninn:
Þór fékk 51 stig af bekknum í kvöld og leiddu mest með 36 stigum. Ragnar Örn var mjög öflugur varnarlega ásamt Daniel og Ronaldas og sýndi Þórs liðið mátt sinn í kvöld. Keflavík á eftir að ná vopnum sínum og sá maður að liðið er í undirbúningi hjá þeim.
Efnilegi leikmaðurinn
Hjá Þór var Tómas Valur atvkæðamestur 6 stig, 2 varin skot og 11 framlagsstig á 14:29. Auk þess að sýna flotta varnartilburði. Keflavík var Arnór S. árgerð. Með 2 stig 1 frákast og 1 stoðsendingu og góða vörn. Á 9:46 mín
Umfjöllun, viðtöl / Magnús Elfar