spot_img
HomeFréttirRuslatal nr6

Ruslatal nr6

 
Jæja, Pizzudeildin loksins byrjuð… Allt með felldu í kvennadeildinni fyrir utan sigur Kef á Haukum sem kom flestum á óvart. Þrátt fyrir blóðtöku í sumar höldum við að Kef verði erfiðar að eiga við í vetur. Það má bara einfaldlega ekki afskrifa Kef – ever… Stjarnan komst að því þegar liðið mætti Kef í karladeildinni í fyrsta leik. Frá fimmtu mínútu var þessi leikur alfarið eign Keflvíkinga og Teitur og félagar búnir að henda inn handklæðinu í lok þriðja hluta… Ber ekki á öðru en að Andy Johnston sé að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það var komið í. Heragi á æfingum og mikil stemning í liðinu. Andy var mjög virkur allan leikinn, gekk meðfram bekknum og var að senda inn fyrirmæli til leikmanna allt til loka leiks, þrátt fyrir mikinn mun… Ef Keflvíkingar halda þessum dampi, éta egóið og hlýða þessum manni þangað til í vor, þá erum við að sjá þá fara alla leið… Hver og einn einasti Keflavíkur-leikmaður leit vel út á vellinum í þessum leik. Veit ekki hvort það er skelfilegum leik Stjörnunnar að þakka eða bara að menn eru tilbúnir að spila þarna í Kef… Meira að segja DJ Óli Geir kom inn á og var ekki hræðilegur… Fæst orð bera minnsta ábyrgð varðandi Stjörnuna. Þeir beisíkklý skitu upp á hnakka í bæði sókn og vörn. Kaninn þeirra var slappur og vonum við þeirra vegna að hann eigi meira inni… Mike Craion er einfaldlega bara BEAST… KR valtaði yfir Grindavík með skotsýningu í fjórða hluta. Martin í bullinu… ÍR skilaði sigri á Sköllum í Hellinum í furðu skilvirkum og spennandi leik… Brynjar Swagzilla mætti í Hipster Boots á kynninguna á spá fyrir deildina. Haters gonna hate, Brynjar… Eru KKÍ/KKDÍ að skaffa svona vel að allir fyrrverandi dómarar koma hlaupandi aftur til að flauta leiki í Dominosdeildinni? Velkominn aftur Leifur. Minnir okkur reyndar á þegar við horfðum einu sinni á leik sem Leifur dæmdi og einn áhorfandinn öskraði reiður inn á völlinn: “Á hvað ertu að dæma þarna táfýluhaus?!” Jájá, við vitum að lágvaxið fólk er líka fólk, en okkur fannst þetta samt fyndið… Munið svö öll, leikmenn Dominosdeildanna að setja inn myndir á Twitter af skónum sem þið ætlið að spila í og taggið #DominosKicks. Sýnið öllum að þið hafið swag…
 
We OUT like bakskita í Ásgarði
 
 
* FYRIRVARI *
Ruslakarlarnir eru skoðanaglaðir en jafnframt sjálfstæðir pennar og ber Karfan.is ekki ábyrgð á skrifum þeirra né skoðunum. Þeir vilja benda þeim sem hafa yfir einhverju að kvarta á að senda póst á [email protected], en þó ekki bíða eftir svari.
 
Fréttir
- Auglýsing -