Hvergerðingar eru mættir á ný í efstu deild karla eftir nokkra fjarveru. Liðið hefur bætt við sig öflugum leikmönnum en í gær var tilkynnt að liðið hefði samið við reynslumikinn leikmann.
Danero Thomas hefur samið við Hamar um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Hann þekkir vel til en hann lék þar síðast einn leik 2019 en þar áður heilt tímabil 2014.
Á síðasta tímabili lék hann með Breiðablik og átti ljómandi fínt tímabil þar sem hann skilaði 11,5 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik. Danero þarf vart að kynna fyrir körfuboltaáhugafólki en hann hefur leikið á Íslandi síðan 2013 og hefur síðan þá leikið með mörgum liðum á landinu.
Hvergerðingar eru nýliðar í deildinni, hafa haldið sama kjarna og vann úrslitakeppni 1. deildarinnar í fyrra. Auk þess hafa þeir bætt við Ebrima Jassey Demba, Maurice Creek og Franck Kamgain frá síðasta tímabili.