spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur sigur ÍR gegn botnliðinu

Öruggur sigur ÍR gegn botnliðinu

Leikur Þórs og ÍR var tiltölulega jafn í fyrri hálfleik og ljóst að botnliðið ætlaði að láta breiðhyltinga hafa fyrir hlutum. Þór byrjaði leikinn betur og þegar þrjár mínútur lifði leikhlutans var Þór með 7 stiga forskot 18:11. Þá tóku gestirnir 7:0 kafla og jöfnuðu 18:18 þegar innan við hálf mínúta var til loka leikhlutans. Þegar um tíu sekúndur voru eftir brutu ÍR ingar á hinum danska August Emil Haas sem fór á vítalínuna og skoraði úr öðru og Þór leiddi með einu stigi 19:18 þegar annar leikhlutinn hófst.

Jafnt var á með liðunum fram í miðjan annars leiklhuta þegar munurinn var aðeins eitt stig gestunum í vil 26:27. Þarna kom eins og hálfs mínútna kafli þar sem gestirnir skoruðu 9:0 og munurinn því orðin tíu stig 26:36. Sá munur hélst út leikhlutann og ÍR leiddi með tíu stigum í hálfleik 32:42.

Í fyrri hálfleik voru þeir Reggie (8) Bouna (7) og Baldur Örn (6) stig og Dúi 5 þessir voru mest áberandi hjá Þór. August Emil sá danski og Eric Founge voru komnir með þrjár villur hvor.

Í liði gestanna var Jordan (10) og þeir Igor og Sigvaldi með 9 stig hvor og Triston 7.

Eins og fyrri hálfleikur spilaðist var í sjálfu sér fátt sem benti til annars en að síðari hálfleikurinn yrði jafn og spennandi. En í stöðunni 38:48 og tæpar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik stungu gestirnir af. ÍR vann leikhlutann með sautján stigum og leiddu með tuttugu og sjö stigum 51:78 þegar lokakaflinn hófst.

Þarna voru úrslit leiksins ráðin og atvinnumennirnir í liðinu voru í raun bara skugginn af sjálfum sér og Bjarki og Jón Ingi sáu sér þann kostinn væna og kipptu þeim nánast úr út leiknum í fjórða leikhluta. Í leik gestanna stóðu allir án efa undir eigin væntingum.

Þórsarar spiluðu allan fjórða leikhlutann á Íslensku leikmönnunum sem komust vel frá sínu í erfiðri stöðu. Gestirnir unnu leikhlutann með tíu stigum 20:30 og þrjátíu og sjö stiga sigur gestanna staðreynd.

Eins og áður segir ollu atvinnumennirnir í liði þeir fjórir skoruðu aðeins 28 stig samtals á meðan Íslensku leikmennirnir skoruðu 43 stig. Þeirra bestur var Dúi Þór með 24 stig og 5 stoðsendingar og þá var Ragnar Ágústsson frákastakóngur Þórs í leiknum með 7. En á sama tíma tóku atvinnumennirnir 15 fráköst saman.

Hjá ÍR stóðu allir fyrir sínu en þeirra bestur var Sigvaldi Eggertsson með 21 stig og 12 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -