Í tvö síðustu skipti sem KR heimsækir Snæfell í Stykkishólm hafa liðin ekki boðið upp á beisinn varnarleik. Tíðrætt er að KR hafi leyft 226 stig í þessum leikjum en það segir ekki alla söguna.
Tímabilið 2011-2012 hittust þessi lið snemma eða í október, líkt og þau gera nú. Snæfell skoraði 116 stig gegn 100 frá KR. Snæfellingar skoruðu 1,34 stig per sókn á móti 1,15 frá KR. KRingar leyfðu svo 1,03 stig per sókn að meðaltali allt tímabilið. Snæfell nýtti 62,9% af sóknum sínum til að skora og KR 56,4%. Skotnýting beggja liða var með góðu móti eða 63,3% eFG frá Snæfelli og 54,1% frá KR. Vítanýtingin hins vegar arfaslök hjá KR eða 21/32 (65,6%). KR skoraði 54 af stigum sínum í teignum en leyfði hins vegar Snæfelli að skora 68 af sínum þar. Miðað við þessar tölur verður að segjast að KR hafi spilað umtalsvert slakari vörn en Snæfell þó hún hafi ekki verið beisin frá þeim heldur.
Tímabilið 2012-2013 hittust liðin í febrúar sl. og gerðust bæði lið sök um mjög slakan varnarleik. Heimamenn skoruðu 110 stig gegn 104 KRinga. Sóknarskilvirkni beggja liða var mjög áþekk. Snæfell skoraði 1,28 stig per sókn en KR 1,21 en meðaltöl liðanna á tímabilinu voru 0,98 og 1,00 í sömu röð. Nýting beggja liða á sóknum sínum var um 57%. Skotnýting Snæfells var umtalsvert betri eða 63% eFG og 51,3% hjá KR. Döpur vítanýting enn eina ferðina hjá KR eða 23/34 sem gerir 67,6%. KR hins vegar skorar 42 stig í teignum en heldur Snæfelli í aðeins 25.
Mögulegt að veikur blettur varnarleik Snæfells sé teigurinn miðað við þessa tölfræði, auk þess sem þeir leyfðu Skallagrími að skora 42 í teignum í síðasta leik. Snæfellingar geta hins vegar hugsanlega andað léttar núna þegar Shawn Atupem hefur yfirgefið KRinga nú rétt fyrir þenna mikilvæga leik í kvöld.