spot_img
HomeFréttirMarcin Gortat sendur til Wizards fyrir Emeka Okafor

Marcin Gortat sendur til Wizards fyrir Emeka Okafor

Washington Wizards sendu í gærkvöldi frá sér Emeka Okafor og valrétt í fyrstu umferð í nýliðavalinu 2014 til Phoenix Suns fyrir Marcin Gortat, Shannon Brown og Malcolm Lee.
 
Phoenix Suns eru komnir á fullt í enduruppbyggingu undir nýjum framkvæmdastjóra, Ryan McDonough. Eftir þessi skipti eru Suns komnir með 4 valrétti í fyrstu umferð næsta nýliðavals sem margir segja að verði það dýpsta í langan tíma, þar sem Andrew Wiggins verður líklegast í aðalhlutverki. Valrétturinn er tryggður í 12. sæti.
 
Þar að auki fá Suns Emeka Okafor sem er á síðasta ári á risastórum samningi sem færir honum $14,5 milljónir í ár.  Þegar sá samningur rennur út mun það losa umtalsvert af launakostnaði Suns undan launaþakinu fyrir leikmannamarkaðinn í sumar. Leikmenn á slíkum samningum eru einnig verðmætir á leikmannaskiptum og því allt eins mögulegt að hann fari eitthvað annað áður en skiptaglugginn lokast í febrúar. Óvíst er hvort Okafor spili eitthvað í vetur vegna hálsmeiðsla sem hann er að kljást við.
 
Wizards á hinn bóginn fá fínan og jafnframt ómeiddan miðherja ásamt ágætis fylgifiskum. Stjórnendur Wizards hafa gefið það út að þeir ætli með liðið í úrslitakeppnina í vor og vonast til að þessi skipti séu bitinn sem vantaði í pússlið. Ef ekki eru þeir með $7 milljóna samning Gortat sem er að renna út í lok tímabils.
Fréttir
- Auglýsing -