spot_img
HomeFréttirWesby yfirgefur Drekana

Wesby yfirgefur Drekana

Fjárhagsvandræði Sundsvall Dragons hafa leitt það af sér að einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar, Alex Wesby, er á förum frá félaginu. Hlynur Bæringsson landsliðsmaður og leikmaður Sundsvall segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að brotthvarf Wesby sé mikið högg fyrir félagið.
 
 
Basketsverige.se greindi frá því í gær að Wesby væri á förum jafnvel þó hann ætti enn tvö ár eftir af samningi sínum hjá Sundsvall. Gert er ráð fyrir því að Wesby leiki næst í Austurríki þó hann sé ekki enn kominn með samning við neitt lið þar í landi.
 
 
Næsti leikur Sundsvall Dragons er annað kvöld þegar liðið mætir Jamtland Basket á útivelli.
  
MYND: Metro.se
Fréttir
- Auglýsing -