spot_img
HomeFréttirValladolid kjöldregið í gær

Valladolid kjöldregið í gær

CB Valladolid heimsóttu Valencia í gær í ACB deildinni á Spáni og fengu heldur betur útreið. Lokatölur 108-57 Valencia í vil. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 5 stig í liði Valladolid.
 
 
Hörður lék í 30 mínútur í leiknum og var auk stiganna fimm með 3 stoðsendingar. Valladolid hefur nú leikið fjóra leiki í ACB deildinni og er í 16. sæti með einn sigur og þrjá tapleiki.
 
Jón Arnór Stefánsson verður svo á ferðinni í dag þegar CAI Zaragoza leikur heima gegn gylltu nornunum í La Bruja de Oro en bæði lið hafa unnið tvo leiki í deild og tapað einum.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -