Í dag kl. 14:00 verður dregið í 16-liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla og kvenna. Við á Karfan.is gátum hreinlega ekki setið á dreng okkar og settum upp smá svona „mock-draft“ á 16-liða úrslitin í karlaflokki.
(Eins og hjá KKÍ tókum við lið í neðri deild og gáfum því heimaleik…það er þó reyndar ekki við lýði í 16-liða úrslitum hjá KKÍ en við á Karfan.is gerðum það)
Svona varð útkoman…skálin sem við notuðum á sér auðvitað enga sögu í samanburði við skálina sem KKÍ notar til að draga í bikarkeppninni, okkar skál hýsti smákökur áður en við drógum en hún hefur engu að síður þjónað sínum tilgangi um árabil.
Þór Akureyri – Grindavík
Tindastóll – Haukar
FSu – Keflavík
Keflavík b – UMFN
ÍR – Snæfell
ÍG – Þór Þorlákshöfn
Fjölnir – Skallagrímur
Reynir Sandgerði – Stjarnan
Smákökuskál Karfan.is…hversu nærri lagi kemst hún þennan dráttinn? Fáum svör við því laust eftir kl. 14:00 í dag.