Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon máttu þola tap í kvöld fyrir BMS Herlev í dönsku úrvalsdeildinni, 74-72.
Leikurinn sá fyrsti sem að Falcon tapa í vetur, en þær eru þrátt fyrir það í efsta sæti deildarinnar, núm eð 10 sigra og 1 tap.
Á tæpum 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra 2 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Ástrós Lena lék rúmar 18 mínútur og var með 9 stig, 2 fráköst, stoðsendingu og stolinn bolta.
Næsti leikur Falcon í deildinni er þann 20. febrúar gegn BK Amager.