spot_img
HomeFréttirLauflétt hjá Njarðvíkingum

Lauflétt hjá Njarðvíkingum

 Njarðvíkingar voru ekki í töluverðum vandræðum með að leggja gesti sína af velli í kvöld þegar Skallagrímsmenn heimsóttu Ljónagryfjuna. Skemmst frá því að segja þá lönduðu heimamenn 41 stiga sigri, 104:63.  Njarðvíkingar leiddu allan leikinn og það var kannski helst á upphafsmínútum eins og gengur og gerist að leikurinn var eitthvað jafn, en þegar leið á stungu heimamenn af og litu aldrei tilbaka.
 
Sem fyrr segir mættu Skallagrímsmenn með nokkuð laskað lið til leiks. Þeir höfðu nýverið sleikt frímerki og skellt á rassinn á Mychal Green sem þeim hefur væntanlega ekki þótt standa undir væntingum.  En ofaní það voru Páll Axel Vilbergsson og Trausti Eiríksson báðir meiddir og því skarð fyrir skildi.  Með fullri virðingu fyrir þeim vösku piltum sem mættu og börðust ágætlega í þessum leik þá var getumunurinn einfaldlega of mikill að þessu sinni.  Grétar Ingi Erlendsson var allra besti leikmaður Skallagrímsmanna að þessu sinni og skilaði 21 stigi og tók 12 fráköst. 
 
Hjá Njarðvíkingum er ekki hægt að týna neinn einn úr sem skaraði framúr. Elvar Már var þeirra stigahæstur að þessu sinni með 23 stig og 9 þeirra komu með huggulegri þriggjastiga syrpu í fjórða fjórðung.  Annars gat Einar Árni þjálfari þeirra leyft sér að spila öllum leikmönnum og dreyfa mínútum vel á mannskap sinn. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -