Hið árlega Icelandic Glacial æfingamót hefst á fimmtudaginn í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Ásamt heimamönnum í Þór munu Hamar, Keflavík og Grindavík taka þátt í mótinu í ár.
Líkt og síðustu ár verða áhorfendur velkomnir á mótið, en verð á stakan leik er 1000 kr. en á báða leiki hvers kvölds er 1500 kr.