Kristófer Acox og liðsfélagar í bandaríska háskólaliði Furman máttu í nótt sætta sig við fyrsta tapleikinn á vertíðinni þegar liðið mætti Florida Gulf Coast skólanum. Lokatölur 70-69.
Kristófer Acox lék í 29 mínútur í leiknum en hann náði ekki að skora. Kristófer var þó með 7 fráköst, 1 stoðsendingu og tvö varin skot. Stephen Croone var enn eina ferðina stigahæstur í liði Furman með 24 stig.
Furman hefur nú leiki fjóra leiki, liðið hafði sigur í þremur fyrstu en tapaði með eins stigs mun í nótt.