spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir unnu Hauka

Íslandsmeistararnir unnu Hauka

Einn leikur fór fram í Subway deild kvenna í kvöld. Í Ólafssal að Ásvöllum tóku Haukar á móti Íslandsmeisturum Vals. Fyrir leikinn voru Valskonur í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum á eftir toppliðum Njarðvíkur og Fjölnis, en Haukar voru í því fjórða með 16 stig.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust fljótt í 4-10 forystu. Valur náðu að halda Haukum fyrir aftan sig lungann úr fyrsta fjórðung og náðu átta stiga forskoti, 10-18, undir lok leikhlutans. Haukar náðu að laga stöðuna örlítið fyrir lok fyrsta leikhluta, og var staðan 16-20 gestunum í vil eftir þrist frá Keiru Robinson.

Haukar tóku gott 13-6 áhlaup og komust yfir 29-26 um miðjan fjórðunginn. Liðin skiptust á að hafa forystuna út fyrri hálfleik, og var því ekki nema viðeigandi að liðin færu inn í hálfleikinn hnífjöfn, 38-38.

Í seinni hálfleik voru það hins vegar Valskonur sem tóku yfir. Hafnfirðingum virtist hreinlega fyrirmunað að skora, en Haukar skoruðu aðeins sex stig fyrstu sex mínútur hálfleiksins. Á meðan spilaði Valur meðalgóðan sóknarleik, og höfðu því náð uppi átta stiga forskoti í lok fjórðungsins, 50-58.

Eftirleikurinn varð auðveldur fyrir gestina, sem leiddu mest með 15 stigum í lokafjórðungnum, og höfðu að lokum níu stiga sigur, 73-82.

Best

Ameryst Alston var hársbreidd frá þrennu með 26 stig, 9 fráköst og níu stoðsendingar á aðeins 24 mínútum spiluðum.

Framhaldið

Haukar mæta næst Grindavík á útivelli þann 9. febrúar, en sama kvöld fær Valur Keflvíkinga í heimsókn í Origo höllina.

Fréttir
- Auglýsing -