spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞór lagði ÍR í naglbít í Hellinum

Þór lagði ÍR í naglbít í Hellinum


Íslandsmeistarar Þórs lögðu heimamenn í ÍR í Subway deild karla í kvöld í Hellinum, Breiðholti, 88-90. Eftir leikinn er Þór í efsta sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að ÍR er í 8. sætinu með 12 stig.

Fyrir leik

Í fyrri umferðinni vann Þór heima í Þorlákshöfn 105-93 fyrir ÍR. En þá hafði Borce nýhætt með liðið og Ísak tekið við til bráðabirða. Friðrik Ingi er tekin við ÍR sem hefur verið stígandi undanfarið og hefur keisarinn sett merki sitt á ÍR liðið.
Þór er búið að bæta við sig nýjum leikmanni Kyle Johnson og fær hann eldskírn hér í kvöld. Þór er í 2 sæti og ÍR er í 8 sæti.

Gangur leiks

Fyrri hálfleikur byrjar með látum Ghetto hooigans og ÍRingar mæta Þór hátt á vellinum staðan 20-23 eftir fyrsta leikhluta.Staðan í hálfleik 45-51 Þór er með yfirhöndina og ÍR eru skammt undan, og eru að sýna mikla baráttu. Þegar ÍR er að spila kerfin sýn þá er þetta auðveldur leikur hjá þeim en Íslandsmaistararnir eru ekki að gefa mikið og refsa fyrir mistök og þar liggur munurinn á liðunum í fyrri hálfleik. Þór er að skjóta 54% á móti 47% hjá ÍR


Atkvæðamestir í fyrri hálfleik

Hjá ÍR er það Igor með 14 stig 5 frk. En Þór er það Glynn komin með 27 stig og 4 frk.

Seinni hálfleikur heldur áfram sem frá varð horfið. Hörku barátta hjá báðum liðum og ekki mikið hægt að sjá mun á liðunum og staðan 64-70 í lok þriðja. Hörku varnir hjá báðum en lítið framlag af bekk heimamanna gæti verið munurinn, en annars var munurinn ekki mikill. Leikurinn endar 88-90 fyrir gestina.

Kjarninn

Þórsarar eru skrefi á undan ÍR varðandi rotaion. ÍR náðu að loka vel á Luciao sem hefur verið á eldi en þá var það Watson sem endaði með 39 stig. Svo var hinn Danski Mortensen að gefa vel í kvöld.
ÍR var að spila vel og sýndu að það var ekki tilviljun að þeir unnu Keflavík. Ef ÍR-ingar halda áfram að hlaupa kerfin sín eins og þeir sýndu á köflum í þessum leik er lítið að fara að stoppa þá.


Þórsarar eru vopnabúr og leika á köflum óaðfinnanlegan bolta, eiga alltaf einhverja inni. Frábær leikur og frábærir áhörfendur

Hvað svo?

ÍR er sem stendur í 8 sæti og fer á Akureyri og heimsækir hina Þórsarana á meðan ÞórÞ sem er vegna frestunnar í 1 sæti og fær Keflavík í heimsókn.

Tölfræði leiks

Umfjöllun og viðtöl / Magnús Elfar

Fréttir
- Auglýsing -