spot_img
HomeFréttirSkráning er hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Skráning er hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir Tindastóls verða að þessu sinni í tvennu lagi til að mæta vaxandi eftirspurn. Dagana 8.-12.ágúst fyrir 12-16 ára og 13.-14.ágúst fyrir 9-11 ára. Það er Tindastólsmaðurinn Helgi Freyr Margeirsson sem er yfirþjálfari búðanna en meðal annarra þjálfara sem hafa boðað komu sína má nefna Söru Rún Hinriksdóttur, Sigurð Gunnar Þorsteinsson, Ísak Óla Traustaon, Friðrik Hrafn Jóhannsson, Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur og Árna Eggert Harðarson.

Lögð verður áhersla á þjálfun í grunnatriðum leiksins og að veita leikmönnum forskot þegar æfingar hefjast hjá þeirra félögum að hausti en fyrir utan æfingarnar er þétt dagskrá af fyrirlestrum og fjölbreyttri afþreyingu. „Ég skora á alla krakka sem hafa áhuga á körfubolta að láta sig ekki vanta í þessar stórskemmtilegu körfuboltabúðir“ segir Helgi Freyr.

Það seldist fljótt upp í fyrra og mikil eftirspurn er eftir búðunum í ár svo við hvetjum alla foreldra, ömmur, afa, frændfólk og vini að styðja körfuboltakrakkana sína til þátttöku í búðunum.

Nánari upplýsingar má finna hér

Fréttir
- Auglýsing -