Þýskaland tryggði sér í dag sinn fyrsta heimsmeistaratitil með sigri gegn Serbíu í úrslitaleik í Manila á Filipseyjum, 83-77.
Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleiknum, en þegar liðin héldu til búningsherbergja var staðan jöfn, 47-47. Þýskaland nær svo ágætis tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins og leiða 12 stigum fyrir lokaleikhlutann, 57-69. Serbía gafst þó ekki upp og hóta að jafna leikinn í lokaleikhlutanum. Allt kemur þó fyrir ekki og Þýskaland sigrar að lokum með 6 stigum, 83-77.
Atkvæðamestur fyrir Þýskaland í leiknum var Dennis Schroder með 26 stig á meðan að Bogdan Bogdanovic dró vagninn fyrir Serbíu með 17 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Þýskaland vinnur titilinn, en best höfðu þeir náð þriðja sæti á lokamótinu í Bandaríkjunum 2002.