Íslandsmeistarar Þórs hafa samið við Kyle Johnson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla samkvæmt Hafnarfréttum.
Kyle er ætti að vera íslenskum aðdáendum kunnur, en hann lék með Stjörnunni tímabilið 2019-20 þar sem hann meðal annars varð bikarmeistari með félaginu og Njarðvík 2020-21. Á sínu síðasta tímabili hér á landi skilaði hann 15 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Kyle er 33 ára, 195cm kanadískur/breskur bakvörður sem síðast lék fyrir Ottawa Blackjacks í heimalandinu.