Hér að neðan fer bein textalýsing úr oddaviðureign Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Það lið sem hefur sigur í leiknum mætir KR í úrslitum.
4. leikhluti:
– 120-95 LOKATÖLUR – Grindvíkingar komnir í úrslit
Þvílík frammistaða hjá Grindvíkingum – þar með er leiktíðin á enda hjá Njarðvíkingum en það verða Grindavík og KR sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild karla.
– 118-88 Grindvíkingar koma bara með tilþrifin á færiböndum, Sigurður Gunnar var að verja hér glæsilega skot frá Loga Gunnarssyni.
– 113-85…3.07mín eftir, spurning hvort Grindvíkingar reyni við sitt eigið met en þeir eiga stærsta sigurinn í oddaleik í úrslitakeppni sem var 42 stiga sigur gegn Keflavík í oddaleik árið 2000.
– 109-78 Jón Axel að setja þrist og þessari leiktíð Njarðvíkinga er að ljúka með stórum hvell. Grindvíkingar eru á leið inn í úrslit og mæta þar KR, það verður epísk rimma.
– 104-77 Tracy Smith að skora…engin villa flautuð þó Ólafur Ólafsson hefði klifrað upp á bakið á honum. Nánast heimsmet að dómarar leiksins hafi ekki tekið eftir því enda áttu þjálfarar Njarðvíkurliðsins ekki önnur viðbrögð á bekknum en sannkallaðan „Skarphéðins-hlátur“ yfir þessari uppákomu. Ef vel er að gáð eru nokkrar mismunandi línur í dómgæslunni hér í dag…það hefði þó aldrei komið að neinni sök, annað liðið hér er margfalt betri aðilinn í dag.
– 100-72 og 7mín til leiksloka. Nokkuð óhætt að slá því föstu að Grindvíkingar séu komnir í úrslit en munu Njarðvíkingar eitthvað ná að rétta sinn hlut hér í Röstinni.
– Fjórði leikhluti er hafinn…
3. leikhluti:
– Þriðja leikhluta er lokið: Staðan 96-67 fyrir Grindavík – við erum að tala um að Grindavík hefur skorað gott fólk 96 stig á 30 mínútum!
– 93-67 Elvar Már með þrist en honum er svarað jafn harðan…öll ljóstýra sem Njarðvíkingar sjá eða fá er slökkt jafn harðan!
– 93-59! Þessar tölur eru hreint lygilegar…það verður ekki annað sagt. Grindavík er að pakka Njarðvík saman á öllum sviðum körfuboltans.
– 84-53 Jóhann Árni skellir niður þrist…þetta er rosaleg frammistaða sem Grindvíkingar eru að bjóða upp á! Í þessum ham ætti fólk að forðast það að gefa KR Íslandsmeistaratitilinn – já að þessu sögðu, grænir eru ekkert að fara að gera leik úr þessu.
– The Clinch Show heldur áfram! Maðurinn var að smella niður bombu og breyta stöðunni í 81-53. Njarðvíkingar eru að fá rassskellingu!
– 76-53 Logi Gunnarsson með þrist fyrir gestina en Ómar Sævarsson svarar að bragði og 78-53. Njarðvíkingar framkalla engin „stopp“ á funheita heimamenn.
– 71-50 Elvar Már setur niður Njarðvíkurþrist en honum er svarað strax með öðrum á hinum endanum en það gerði Jóhann Árni Ólafsson 74-50. Nú fer hver að verða síðastur að berja sér leið inn í þetta.
– 71-47 Hjörtur Hrafn kominn með fjórar villur í liði Njarðvíkinga og heldur á tréverkið.
– 67-41 – hér voru svaðaleg tilþrif að líta dagsins ljós. Clinch í hraðaupphlaupi með glæsilega alley-up sendingu á Air Ólaf Ólafsson sem tróð með tilþrifum.
– 65-41 Clinch opnar þetta með þrist – Njarðvíkingar eiga einfaldlega ekki roð í manninn. Clinch er 6-7 í þristum!
– Þá er síðari hálfleikur hafinn! Það eru Grindvíkingar sem byrja með boltann.
Hálfleikstölur: Grindavík 62-41 Njarðvík
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 23 stig og 6 fráköst/ Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13 stig
Njarðvík: Logi Gunnarsson 10 stig/ Elvar Már Friðriksson 9 stig og 2 stoðsendingar
Skotnýting liðanna í hálfleik:
Grindavík: Tveggja 60% – þriggja 58% og víti 85%
Njarðvík: Tveggja 35% – þriggja 43% og víti 79%
Elvar Már sækir að Jóni Axeli, rimma þessara kappa hefur verið svaðaleg í fyrri hálfleik.
Annar leikhluti:
– Hálfleikur: 62-41 fyrir Grindavík – annar leikhluti fór 24-22 fyrir heimamenn í Grindavík. Heimamenn eru grimmir þessar fyrstu 20 mínútur leiksins, gefa Njarðvíkingum ekkert. Komast reyndar upp með svæsin hand-check í viðleitni sinni til þess að taka Elvar Má úr leiknum og meðan handcheckin fá að fljóta þá svínvirkar sú aðferð. Heilt yfir hafa Grindvíkingar verið framúrskarandi með Clinch í broddi fylkingar.
– 60-40 Ómar Sævar setur stökkskot við endalínuna og Njarðvíkingar þar með komnir með 60 stig á sig!
– 58-40 Smith skorar á blokkinni fyrir Njarðvíkinga, ein og hálf eftir af fyrri hálfleik.
– 51-38 Elvar Már með annan Njarðvíkurþrist en honum er svarað samstundis af Lewis Clinch, maðurinn er ekki hægt! Staðan 54-38 og Clinch kominn í 19 stig og 6 stoðsendingar.
– 51-32 og 4mín til hálfleiks. Annar leikhluti hefur verið hnífjafn, staðan til þessa er 13-13…en þá smellir Hjörtur Hrafn niður Njarðvíkurþrist og minnkar muninn í 51-35.
– 49-32 Sigurður Gunnar að skora eftir hraðaupphlaup…Njarðvíkingar á köflum að fara óvarlega með boltann. Njarðvíkingar taka leikhlé.
– 43-30 og 6.08 mín til hálfleiks. Heimamenn í Grindavík taka leikhlé. Það fer ekkert á milli mála að dagskipunin var að taka hart á Njarðvíkingum enda heimamenn ófeimnir við að fá villur. Njarðvíkingar hafa verið mun grimmari í vörninni og þá einkum og sér í lagi með sterkri innkomu í varnarleikinn hjá Ólafi Helga og Maciej…ekki veitti af hjá gestunum, 38 stig sem þeir fengu á sig í fyrsta leikhluta.
– 43-28 Jóhann Árni með þrist fyrir Grindavík. Þessi hlýtur að hafa sviðið í herbúðum Njarðvíkinga sem eru að reyna að berja sér leið inn í þetta aftur.
– 40-28 og heimamenn komnir þegar með 5 liðsvillur, áköf vörn og við eigum örugglega eftir að sjá gestina nokkrum sinnum á línunni til viðbótar.
– Tvær mínútur liðnar hér af öðrum leikhluta og það sýður smá upp úr á milli Elvars Más og Jóns Axels. Það er virkilega farið að hitna í kolunum.
– 40-24 Ólafur Helgi með þrist fyrir Njarðvíkinga sem líta mun betur út í varnarleik sínum.
– Annar leikhluti er hafinn.
Lewis Clinch Jr. fór einfaldlega hamförum í fyrsta leikhluta!
Fyrsti leikhluti:
– 38-19 og fyrsti leikhluti er yfirstaðinn – þvílíkur leikhluti hjá Grindvíkingum! Mögnuð barátta í heimamönnum og Njarðvíkingar með þessu áframhaldi verða kjöldregnir svo harkalega að það mun valda sársauka langt fram að næstu páskahátíð. Clinch er kominn með 16 stig hjá Grindavík en Logi 6 stig í liði Njarðvíkinga.
– 31-17 Smith skorar sín fyrstu stig í leiknum, Clinch býður hann velkominn til leiks og bombar þrist yfir Njarðvíkurliðið! 34-17!
– 31-15 Ómar á vítalínunni og 1.52mín eftir af öðrum leikhluta…Grindavík leiðir frákastabaráttuna 11-1!
– Nú er allt að gerast hjá heimamönnum, Clinch með þrist 28-15 og kominn í 11 stig, Siggi Þorsteins stal svo boltanum og Maciej braut á honum og fékk óíþróttamannslega villu fyrir vikið, Siggi setti annað vítið og Grindavík leiðir 29-15. Varnarleikur gestanna er míglekur!
– 3 mínútur eftir af fyrsta og staðan 25-13 fyrir Grindavík, Smith ekki enn kominn á blað í liði Njarðvíkinga sem verða að vera meira ógnandi við körfu heimamanna. Gestirnir aðeins með 4 teigskot til þessa en 8 þriggja stiga skot.
– 23-13 Jón Axel kemur svellkaldur inn og bombar niður þrist og þar með er fjórða stoðsendingin hjá Clinch komin á blað.
– Jóhann Árni að fá sína aðra villu í liði Grindavíkur, ekki sáttur með þá niðurstöðu en hann fór á bekkinn og inn kom Jón Axel Guðmundsson í hans stað.
– 18-9 Clinch þristur – 18-12 Logi þristur og 5.02mín eftir af fyrsta leikhluta…hraði og hávaði – þessi oddaleikur fer myndarlega af stað svo ekki sé nú meira sagt eða ritað.
– 15-6 Jóhann Árni með regnbogabolta yfir Tracy en Logi svarar fyrir gestina með þrist og 15-9.
– Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar kominn með 8 af 13 fyrstu stigum Grindavíkur í leiknum.
– 10-6 Ágúst Orrason með þrist fyrir gestina en 13-6 Clinch svarar í sömu mynt.
– 8-3 Clinch enn að spila menn vel uppi og finnur Sigurð Þorsteins í teignum…heimamenn sprækari hér í byrjun.
– 6-3 Ómar Örn skorar eftir laglega sendingu frá Clinch.
– Þá er leikurinn hafinn og það eru heimamenn sem vinna uppkastið og Siggi Þorsteins kemur Grindavík í 2-0.
Fyrir leik:
– Jæja…mínúta til leiks!
– Græjumeistarinn eða skífuþeytirinn er að bjóða upp á eitt frægasta lag Grindavíkur núna: „Þeir skora“ – stúkan tekur vel undir enda ekki við öðru að búast.
– Hér eiginlega fyrir sléttum 20 árum mættust Grindavík og Njarðvík í úrslitum…Leifur Garðarsson var þá einnig vopnaður flautu – ólsiegur dómarinn #dontcallitacomeback
– Verið er að kynna liðin til leiks sem og dómarana.
– Byrjunarliðin eru klár:
Grindavík: Lewis Clinch Jr., Jóhann Árni Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Ómar Örn Sævarsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson, Logi Gunnarsson, Ágúst Orrason, Hjörtur Hrafn Einarsson og Tracy Smith Jr.
– Pallarnir í Röstinni eru fullir…fólk er enn engu að síður að streyma inn í húsið og lætur ekki hráslagann utandyra stöðva sig.
– Ef Grindavík fer í úrslit og mætir KR verður það í fyrsta sinn síðan 2009 sem liðin mætast í úrslitum. Ef Njarðvík fer í úrslit og mætir KR verður það í fyrsta sinn síðan 2007 sem liðin mætast í úrslitum.
– Við ræddum við Benedikt Guðmundsson fyrir leik en hann og Guðmundur Benediktsson munu lýsa leiknum á Stöð 2 Sport á eftir – þetta hafði Benni Gumm um leikinn að segja:
– Staðan í einvíginu er 2-2. Njarðvíkingar unnu fyrsta leik í Röstinni, Grindavík vann næstu tvo og Njarðvíkingar tóku fjórða leikinn í Ljónagryfjunni. Leikur kvöldsins er hvorki meira né minna en fyrsti oddaleikur úrslitakeppninnar í karlaflokki gott fólk.
– Dómarar leiksins eru Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Bender.
Mikið mun mæða á Sigurði Gunnari Þorsteinssyni í kvöld