Marín Laufey Davíðsdóttir mun koma til með að leika með Keflavíkurstúlkum næst komandi tímabil. Marín Laufey er kraftmikill stór leikmaður sem mun nýtast Keflavíkurliðinu vel í slagsmálunum í teignum. Marín lék við góðan orðstýr með Hamar nú síðastliðið tímabil. Marín er á vissan hátt að fara á heimaslóðir því hún á sterkar körfuboltaættir að rekja til Keflavíkur.