spot_img
HomeFréttirFriðrik Ingi skrifar undir hjá Njarðvík

Friðrik Ingi skrifar undir hjá Njarðvík

 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir 5 ára samning þess efnis nú í dag að hann taki að sér þjálfun meistaraflokka Njarðvíkinga. Friðrik mun því stýra bæði kvenna og karla liði félagsins á næstu leiktíð. Friðrik hefur ekki verið í þjálfun síðan hann tók við starfi framkvæmdarstjóra KKÍ fyrir um 8 árum síðan en þá stýrði hann liði UMFG tímabilið 2005-2006 og endaði liðið þá í 5. sæti með 14 sigra og 8 töp.   Grindavík varð hinsvegar bikarmeistari það árið eftir sigur á Keflavík. “Við Njarðvíkingar búum ansi vel í þessum þjálfaramálum öllum. Friðrik þekkir alla króka og kima í Ljónagryfjunni og fyrir okkur var þetta rakið dæmi að fá hann í starfið þegar Einar Árni tók sína ákvörðun.” sagði Gunnar Örlygsson formaður UMFN í samtali við Karfan.is við tilefnið. 
 
Friðrik Ingi sagðist í samtali við Karfan.is vera fullur tilhlökkunar og var þakklátur því að fá tækifærið, en viðtal við Friðrik birtist hér seinna í dag. 
Fréttir
- Auglýsing -