spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppnin hófst á þremur útisigrum

Úrslitakeppnin hófst á þremur útisigrum

Úrslitakeppni NBA deildarinnar hófst í nótt. Fjórir leikir voru á dagskránni og dúkkuðu upp þrír útisigrar. Indiana töpuðu ansi óvænt í fyrsta leik gegn Atlanta, Oklahoma lét ekki taka sig í bólinu og vann eina heimasigurinn í nótt. Þá gerðu Golden State og Brooklyn góðar ferðir á útivöll.
 
 
Kevin Durant splæsti í 33 stig í liði Oklahoma og Russell Westbrook bætti við 23 stigum og 10 fráköstum. Zach Randolph var atkvæðamestur í liði Memphis með 21 stig og 11 fráköst.
 
Úrslit næturinnar:
 
Toronto 87-94 Brooklyn
Toronto 0-1 Brooklyn
 
LA Clippers 105-109 Golden State
LA Clippers 0-1 Golden State
 
Indiana 93-101 Atlanta
Indiana 0-1 Atlanta
 
Oklahoma 100-86 Memphis
Oklahoma 1-0 Memphis
 
Tilþrif næturinnar:
 
Fréttir
- Auglýsing -