Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Memphis Grizzlies jöfnuðu 1-1 gegn Oklahoma eftir framlengdan leik en LA Clippers kjöldrógu Golden State með 40 stiga sigri!
Oklahoma 105-111 Memphis (framlengt)
Memphis hefur tölfræðina með sér þegar leikir fara yfir 100 stig, staðan 64-8 síðustu tvö tímabil sem er ansi myndarleg frammistaða í leikjum sem fara yfir 100 stigin hjá þeim. Zach Randolph var stigahæstur hjá Memphis í nótt með 25 stig og 6 fráköst og Mike Conley bætti við 19 stigum og 12 stoðsendingum. Hjá Oklahoma var Kevin Durant með 36 stig og 11 fráköst og Russell Westbrook bætti við 29 stigum og 8 stoðsendingum.
Staðan í einvíginu: 1-1
LA Clippers 138-98 Golden State
Clippers gerðu 31 stig eða meira alla fjóra leikhlutana í nótt…Golden State áttu aldrei séns. Sjö leikmenn Clippers voru með 11 stig eða meira og tveir voru í 9 stigum. Þetta kom úr öllum áttum. Blake Griffin gerði 35 stig og tók 6 fráköst en þeir Chirs Paul og Darren Collison bættu báðir við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 24 stig og 8 stoðsendingar.
Staðan í einvíginu: 1-1
Úrslitakeppni NBA – staðan: