spot_img
HomeFréttirBreogan tapaði fyrsta leik undanúrslitanna

Breogan tapaði fyrsta leik undanúrslitanna

Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar í Breogan eru komnir 1-0 undir í undanúrslitum LEB Gold deildarinnar á Spáni. Breogan leikur gegn Burgos í undanúrslitum en Burgos hafa heimaleikjaréttinn og unnu leikinn í kvöld 68-64.
 
 
Haukur gerði tvö stig í leiknum fyrir Breogan, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 17 mínútum en hann fékk snemma tvær villur í leiknum og hvíldi nokkuð rausnarlega framan af leik vegna þessa.
 
Annar leikur liðanna fer svo fram á sunnudag.
  
Fréttir
- Auglýsing -