Brooklyn Nets tók forystuna aftur í einvíginu gegn Toronto Raptors eftir 98-102 sigur í Brooklyn. Joe Johnson leiddi sína menn í Brooklyn með 29 stig en DeMar DeRozan leiddi Toronto með 30 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Houston Rockets unnu sinn fyrsta sigur gegn Portland Trail Blazers í þeirra seríu 121-116 eftir framlengdan leik. James Harden náði að rífa sig úr lægðinni og setti 37 stig og toga niður 9 fráköst, Dwight Howard var með 24 stig og 14 fráköst en Chandler Parsons á enn eftir að ná sér almennilega á strik. Hjá Portland var Damian Lillard með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Chicago Bulls náðu að klóra í bakkann gegn Washington Wizards með því að sigra þá í Washington 100-97. Nene lét henda sér út úr húsinu eftir stutt samskipti við Jimmy Butler en hann á líklegast yfir höfði sér bann í næsta leik.