spot_img
HomeFréttirKeflavík fremst í flokki í Smáranum

Keflavík fremst í flokki í Smáranum

Keflvíkingar komu, sáu og sigruðu á úrslitahelgi yngri flokka sem fram fór í Smáranum í Kópavogi um síðustu helgi. Alls fóru fram níu úrslitaleikir og áttu Keflvíkingar sex lið í úrslitum. Félagið vann fimm af sex úrslitaleikjum sínum og eini silfurleikurinn var eftir flautukörfu andstæðinganna. Glæsilegur árangur þetta árið hjá Keflvíkingum.
 
 
Þá voru þrír ungir leikmenn úr kvennaflokkum Keflvíkinga sem urðu þrefaldir meistarar þessa helgina en það voru þær Elfa Falsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir.
 
Íslandsmeistarar Keflavíkur um helgina:
 
Keflavík Íslandsmeistari í unglingaflokki karla
Sigur gegn Snæfell/Skallagrím 99-84.
 
Keflavík Íslandsmeistari í unglingaflokki kvenna
Sigur gegn Haukum 58-52.
 
Keflavík Íslandsmeistari í stúlknaflokki
Sigur gegn Njarðvík 88-47.
 
Keflavík Íslandsmeistari í 10. flokki
Sigur gegn Haukum 54-48.
 
Keflavík Íslandsmeistari í 9. flokki kvenna
Sigur gegn Ármanni 46-29.
 
Silfurlið Keflavíkur um helgina – 9. flokkur karla
ÍR 56-55 Keflavík
 
Þá er ekki úr vegi að óska Blikum til hamingju með vel heppnaða úrslitahelgi enda leiðist ekki nokkrum körfuboltamanni eða konu í Smáranum. Sterk umgjörð og gekk mótið vel fyrir sig.
 
Mynd/ [email protected] – Þær Elfa Falsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir urðu um helgina þrefaldir Íslandsmeistarar með Keflavík.
  
Fréttir
- Auglýsing -