spot_img
HomeFréttirBreogan fékk skell

Breogan fékk skell

Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar í Breogan fengu skell í undanúrslitum LEB Gold deildarinnar á Spáni í gær. Liðið mætti þá Burgos í annarri undanúrslitaviðureign liðanna og sá Breogan aldrei til sólar, lokatölur 94-54 þar sem Haukur Helgi gerði tvö stig í liði Breogan.
 
 
Haukur lék í 26 mínútur og var auk þess með tvo stolna bolta. Atkvæðamestur hjá Breogan var Adrian Chapela með 11 stig. Í sigurliði Burgos var Albert Sabat með 23 stig. Burgos leiðir því einvígið 2-0 og dugir einn sigur til viðbótar til að tryggja sig í úrslit deildarinnar en þriðja viðureign liðanna verður þann 2. maí næstkomandi á heimavelli Breogan.
  
Fréttir
- Auglýsing -