spot_img
HomeFréttirLeikur þrjú stendur í Grindavík

Leikur þrjú stendur í Grindavík

Í kvöld fer fram þriðja úrslitaviðureign KR og Grindavíkur í Domino´s deild karla. Staðan í einvíginu er 1-1 og það lið sem hefur sigur í kvöld verður aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Grindvíkingar eru í úrslitum þriðja árið í röð, síðustu tvö tímabil hefur þeim ekki tekist að vinna þriðja leikinn í úrslitaseríunum.
 
 
2012 mættust Grindavík og Þór Þorlákshöfn í lokaúrslitum, Grindavík vann fyrsta leikinn 93-89 og annan leikinni úti í Þorlákshöfn 79-64 en þegar kom að þriðja leik í Röstinni höfðu Þórsarar betur 91-98.
 
2013 mættust svo Grindavík og Stjarnan í úrslitum, Grindavík vann fyrsta leikinn 108-84, tapaði öðrum leiknum 93-56 og svo þriðja leiknum 89-101.
 
Þriðji leikurinn hefur því „staðið í“ Grindavíkurliðinu síðustu tvö tímabil og spurning hvort hið sama verði uppi á teningnum í kvöld þegar gulir og glaðir mæta í DHL-Höllina í Vesturbænum.
 
Þriðji leikurinn í úrslitaseríunni síðustu fjögur tímabil:
 
2013: Grindavík tapaði þriðja leik 89-101 (urðu Íslandsmeistarar)
2012: Grindavík tapaði þriðja leik 91-98 (urðu Íslandsmeistarar)
2011: KR vann þriðja leik 101-81 (urðu Íslandsmeistarar)
2010: Snæfell vann þriðja leik 85-100 (urðu Íslandsmeistarar)
 
  
Fréttir
- Auglýsing -