Domino´s deild karla er lokið með sigri KR-inga. KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn Grindavík en liðin áttust við í sínum fjórða leik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar voru oftar en ekki með forystuna en KR átti lokasprettinn og kláraði dæmið 79-87. Martin Hermannsson var svo valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.
KR er því Íslandsmeistari í þrettánda sinn í sögu félagsins og í sjötta sinn síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar.
Til hamingju KR!
Grindavík-KR 79-87 (18-18, 25-23, 16-18, 20-28)
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/14 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0.
KR: Martin Hermannsson 26/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/10 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 14, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Demond Watt Jr. 8/13 fráköst/5 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Viðureign: 1-3 fyrir KR
Mynd/ [email protected] – Íslandsmeistarar KR 2014