Úrslit í 8. flokki kvenna fóru fram í gær í TM höll þeirra Keflvíkinga og voru það heimastúlkurnar í Keflavík sem hirtu titilinn nokkuð örygglega með sigri í öllum sínum leikjum. Í loka mótinu í Keflavík voru mætt lið Hauka, Grindavík, Tindastóls og Njarðvík. Keflavík sem fyrr sagði sigraði alla þessa leiki og svo um munar því þær sigruðu alla leiki sína í vetur og því titillinn verðskuldaður. Þjálfari liðsins er Björn Einarsson