LA Clippers, Oklahoma Thunder og Indiana Pacers unnu andstæðinga sína í oddaleikjum í nótt. Samkvæmt fréttum vestan hafs tóku leikmenn Warriors illa tapinu gegn Clippers og enduðu þau viðskipti með öskurkeppni í búningsklefa Clippers. Enginn slagsmál urðu en mönnum var ansi heitt í hamsi.