spot_img
HomeFréttirJóhann og Ómar framlengja í Grindavík

Jóhann og Ómar framlengja í Grindavík

Grindvíkingar hafa tryggt sér áframhaldandi starfskrafta þeirra Jóhanns Árna Ólafssonar og Ómars Sævarssonar. Jóhann hefur þegar ritað undir fimm ára framlengingu við félagið og Ómar framlengdi samning sinn um þrjú ár.
 
 
Jón Gauti Dagbjartsson framkvæmdastjóri KKD Grindavíkur sagði gríðarlega ánægju ríkja með framlenginguna við leikmennina sem eins og allir vissu væru lykilmenn í Röstinni.
 
Jóhann Árni var með 14,4 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik með Grindavík í vetur og Ómar Örn var með 10,8 stig og 9,4 fráköst að meðaltali í leik.
 
„Frábært, tveir toppmenn sem við þurfum að halda og mikilvægir leikmenn í okkar röðum,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur. „Annars erum við á fullu að vinna í leikmannamálum en það lítur út fyrir að við séum að missa leikmenn úr hópnum til Bandaríkjanna í skóla,“ sagði Sverrir og átti þá við bræðurna Jón Axel og Ingva Guðmundssyni sem og Hinrik Guðbjartsson.
 
 
 
Myndir/ Á efri myndinni er Jóhann Árni Ólafsson en á þeirri neðri er Ómar Örn Sævarsson
Fréttir
- Auglýsing -