ÍR-ingar hafa orðið fyrir verulegum skakkaföllum því Hjalti Friðriksson er haldinn á vit ævintýranna eða öllu heldur í heimsreisu og verður líkast til ekkert með á næstu leiktíð.
Hjalti tók stórstígum framförum í röðum ÍR þessa vertíðina og lauk tímabilinu með 11,9 stig, 5,3 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Hjalti er þegar farinn á vit ævintýranna og sagðist í snörpu samtali við Karfan.is stórefast um að koma til baka áður en næsta tímabil hæfist.