Annað sumarið í röð verður Borce Ilievski með sumarbúðir á vegum Solna Vikings í Svíþjóð. Borce er þjálfari Blika í 1. deild karla en í sumar verður hann í annað sinn með búðir fyrir unga leikmenn á aldrinum 8-16 ára í júní og ágúst.
„Í júní er „camp“ aðeins fyrir hópa í Solna Vikings þar sem ég verð yfirþjálfari, skipulegg verkefnið og þjálfarana og í ágúst verða búðir rétt utan við Stokkhólm þar sem tvö önnur lið, Viby og Spolna verða ásamt Solna með yngri iðkendur sína,“ sagði Borce í snörpu samtali við Karfan.is.
Á heimasíðu Solna Vikings er farið lofsamlegum orðum um störf Borce við búðirnar í fyrra en nánar má lesa um verkefnið hér.