Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers jöfnuðu einvígi sín í undanúrslitum NBA deildarinnar í nótt. Oklahoma lagði LA Clippers 112-101 og staðan því 1-1 í einvíginu og Indiana Pacers tóku Washington 86-82 og staðan 1-1 en rimmurnar eru í undanúrslitum vestur- og austurstrandarinnar.
Indiana 1-1 Washington
Roy Hibbert ákvað að hrista af sér slyðruorðið í liði Indiana og gerði 28 stig og tók 9 fráköst fyrir Pacers en Marcin Gortat var með 21 stig og 11 fráköst hjá Washington.
Oklahoma 1-1 LA Clippers
MVP NBA deildarinnar, Kevin Durant, var stigahæstur hjá Oklahoma í nótt með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar og vantaði aðeins eina stoðsendingu upp á hrikalega þrennu! J.J. Redick var svo stigahæstur í liði Clippers með 18 stig.
Tilþrif næturinnar:
Mynd/ Hibbert virðist vera búinn að gyrða í brók í liði Pacers eftir afleita frammistöðu undanfarið.