Besti erlendi leikmaður Domino’s deildar kvenna á nýlokinni leiktíð, Lele Hardy, verður áfram í Hafnarfirði á næstu leiktíð og gott betur en hún skrifaði undir tveggja ára samning við Hauka.
Það þarf ekki að fjölyrða að bikarmeistararnir eru vel settir hvað erlendan leikmann varðar en Hardy leiddi flesta tölfræði þætti í deildinni. Hún var með 26.5 stig, 18.6 fráköst og skilaði 34.2 í framlag.
Nokkur önnur lið hér heima voru á höttunum eftir henni en Hardy kaus að vera áfram í Hafnarfirði og óskaði sjálf eftir að skrifa undir tveggja ára samning skv. heimasíðu Hauka.
Mynd/ Lele Hardy skrifaði undir tveggja ára samning við