spot_img
HomeFréttirHeat og Spurs komin í úrslit

Heat og Spurs komin í úrslit

Miami Heat og San Antonio Spurs eru komin í úrslit sinna deilda en Spurs lagði Portland 4-1 í undanúrslitum vesturstrandarinnar og Miami Heat fór sömuleiðis 4-1 í gegnum Brooklyn Nets. Spurs skelltu Portland 104-82 í nótt og Miami marði Brooklyn 96-94.
 
 
LeBron James gerði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Heat en hjá Nets var Joe Johnson með 34 stig og 7 fráköst. Þetta er fjórða árið í röð sem Miami mun leika í úrslitum austurstrandarinnar! Miami leiddi 96-94 en Brooklyn átti lokasóknina en það er sérdeilis munur að hafa LeBron James innan sinna raða því hann komst í tvígang upp með að brjóta á liðsmönnum Brooklyn án þess að nokkuð væri flautað…dapurt.
 
Danny Green og Kahwi Leonard voru svo báðir með 22 stig í sigri Spurs í nótt. LaMarcus Aldridge kvaddi tímabilið með Portland með tvennu, 21 stig og 10 fráköst. Gregg Popovich þjálfari Spurs var feginn að einvíginu væri lokið og sagði Portland-liðið eiga framtíðina fyrir sér með þá Aldridge og Lillard innanborðs.
 
Miami mætir þá Indiana eða Washington í úrslitum austurstrandarinnar en Indiana leiðir 3-2 gegn Wizards og Spurs mæta LA Clippers eða Oklahoma í úrslitum vesturstrandarinnar þar sem Oklahoma leiðir 3-2 gegn Clippers.
 
Topp 5 tilþrif næturinnar:
 

Mynd/ Danny Green setti 22 stig fyrir Spurs í nótt. 
Fréttir
- Auglýsing -