spot_img
HomeFréttirRodriguez bestur í Meistaradeildinni

Rodriguez bestur í Meistaradeildinni

Sergio Rodriguez var í dag valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu (Euroleague) tímabilið 2013-2014 og þá var úrvalslið Euroleague einnig kynnt til leiks. Kjörið var samblanda af niðurstöðu úr kjöri aðdáenda og blaðamanna í Evrópu og víðar. Athygli vekur að Rodriguez var aldrei byrjunarliðsmaður hjá Real Madríd í leikjum í Meistaradeildinni þetta tímabilið!
 
 
Þetta er aðeins í annað sinn sem sjötti maður liðs er útnefndur besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að koma af bekknum leiddi Rodriguez Madríd í stigaskori með 13,5 stig að meðaltali í leik og 5 stoðsendingar. Sergio Rodriguez ól manninn fyrst hjá einum af erkifjendum Real Madrid, Estudiantes, en þaðan lá leiðin í NBA deildinni þar sem hann varði þremur árum en snéri svo aftur til Spánar árið 2010 og er því á sínu fjórða og langbesta tímabili með Real Madrid.
 
Bestu leikmenn Meistaradeildarinnar síðan kjörið var tekið upp með núverandi hætti:
 
2005 Anthony Parker, Maccabi Elite Tel Aviv
2006 Anthony Parker, Maccabi Elite Tel Aviv
2007 Theodoros Papaloukas, CSKA Moscow
2008 Ramunas Siskauskas, CSKA Moscow
2009 Juan Carlos Navarro, Regal FC Barcelona
2010 Milos Teodosic, Olympiacos Piraeus
2011 Dimitris Diamantidis, Panathinaikos Athens
2012 Andrei Kirilenko, CSKA Moscow
2013 Vassilis Spanoulis, Olympiacos Piraeus
2014 Sergio Rodriguez, Real Madrid
 
  
Fréttir
- Auglýsing -