spot_img
HomeFréttirOklahoma og Indiana komin áfram

Oklahoma og Indiana komin áfram

Þá er ljóst hvernig úrslit vestur- og austurstrandar NBA deildarinnar munu líta út en í nótt komust Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers í úrslit í sínum deildum. Oklahoma fór 4-2 í gegnum LA Clippers og Indiana fór 4-2 í gegnum Washington Wizards.
 
 
Indiana tók sig til og vann leik næturinnar 80-93 á heimavelli Washington og þar með einvígið 4-2. David West var stigahæstur í liði Pacers með 29 stig og 6 fráköst en Pólverjinn Marcin Gortat gerði 19 stig og tók 6 fráköst í liði Wizards sem nú eru komnir í sumarfrí. Þetta er annað árið í röð sem Indiana kemst í úrslit Austurdeildarinnar og annað árið í röð sem þeir mæta Miami í úrslitum.
 
Kevin Durant setti saman 39 stig í nótt fyrir Oklahoma, bætti við 16 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá var Russell Westbrook með 19 stig og 12 stoðsendingar en Chris Paul var stigahæstur hjá Clippers með 25 stig og 11 stoðsendingar. Í þriðja sinn á fjórum árum er Oklahoma nú komið í úrslit vesturstrandarinnar.
 
Það eru því Oklahoma og San Antonio Spurs sem leika til úrslita í vestrinu en Miami og Indiana mætast í úrslitum í austrinu.
 
Topp 5 tilþrif næturinnar:
  
Fréttir
- Auglýsing -