Snæfell hefur tryggt sér starfskrafta Austin Magnusar Bracey fyrir næstu leiktíð í Domino´s deild karla en Austin Magnús lék með Hetti í 1. deild karla á síðasta tímabili.
Austin Magnus gerði 22,1 stig, tók 4 fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Hetti síðastliðið tímabil.
Austin er með íslenskt ríkisfang þar sem hann á íslenska móður og því hafa Hólmarar enn svigrúm til þess að ráða erlendan leikmenn í sínar raðir fyrir komandi átök í Domino´s deildinni. Koma Austin í Hólminn ætti að þétta raðirnar en þegar hafa Hólmarar orðið fyrir blóðtöku þar sem Jón Ólafur Jónsson er hættur og þá varð Hafþór Ingi Gunnarsson að hætta vegna meiðsla þegar vel var liðið á síðasta tímabil.
Mynd/ Páll Jóhannesson – Austin í leik með Hetti gegn Þór Akureyri.