spot_img
HomeFréttirBjörgvin framlengir í Breiðholti

Björgvin framlengir í Breiðholti

Silfurlið bikarkeppninnar, ÍR, hefur tryggt sér áframhaldandi starfskrafta Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar en Björgvin framlengdi við félagið í gærkvöldi. Líkast til er um „ironclad“ samning að ræða eins og þeir segja upp á enskuna því gengið var frá málum hjá Landslögum lögfræðistofu.
 
 
Björgvin var einn af máttarstólpum ÍR liðsins á síðasta tímabili með 11,4 stig, 5,1 frákast og 2.5 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann kom til ÍR síðastliðið sumar frá Fjölni. Björgvin mun því mæta sínu gamla félagi Fjölni í ÍR-búning á komandi vertíð.
 
Mynd/ SC: Björgvin og Elvar Guðmundsson formaður ÍR á skrifstofum Landslaga í gærkvöldi.
  
Fréttir
- Auglýsing -