spot_img
HomeFréttirSópurinn á lofti í Danmörku

Sópurinn á lofti í Danmörku

Kurlin eru komin til grafar í úrvalsdeildum Norðurlandanna. Eins og flestum er kunnugt varð KR Íslandsmeistari í Domino´s deild karla hérlendis og þá var sópurinn á lofti í Danmörku þegar Bakken Bears varð danskur meistari. Engin sería er í Noregi þar sem Gimle varð örugglega Noregsmeistari eftir úrslitaleik.
 
 
Alex Wesby sem losnaði undan samningi hjá Sundsvall í Svíþjóð sökum fjárhagsörðugleika félagsins fór yfir til Finnlands og mátti sætta sig við silfrið eftir 3-1 seríu með Kataja gegn Pyrinto. Södertalje varð svo Svíþjóðarmeistari eftir oddaleik.
 
Úrslit í úrvalsdeildum Norðurlandanna:
 
KR 3-1 Grindavík – KR Íslandsmeistari
Gimle 102-68 Ammerud – Gimle Noregsmeistari
Södertalje 4-3 Norrköping – Södertalje Svíþjóðarmeistari
 
Bakken 4-0 Randers – Bakken Bears Danmerkurmeistari
 
Pyrinto 3-1 Kataja 1 – Pyrinto Finnlandsmeistari
  
Fréttir
- Auglýsing -