spot_img
HomeFréttirÆgir verður áfram í Sundsvall

Ægir verður áfram í Sundsvall

Ægir Þór Steinarsson hefur framlengt samning sinn við Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni um eitt ár og því verða landsliðsmennirnir fjórir samtals næsta tímabil í Drekabælinu.
 
 
Fyrir á mála hjá Sundsvall eru þeir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson og á dögunum samdi Sundsvall við miðherjann Ragnar Nathanaelsson. Nú hefur Ægir framlengt og það sem meira er, þeir Ragnar munu búa saman:
 
„Það er hræðsla og óvissa sem fylgir því enda fátt sem maður getur búið sig undir þegar maður tekur upp á því að fara í sambúð með manni sem nær rétt yfir tvo metrana,“ sagði Ægir í léttum tón.
 
Miklar getgátur voru uppi um að Ægir myndi leika á Íslandi næsta tímabil en nú er ljóst að svo verður ekki. Varðandi sambúð þeirra Ægis og Ragnars ætti ekki að taka langan tíma fyrir þá kappa að átta sig á aðstæðum en þeir eiga saman t.d. einn Norðurlandameistaratitil á bakinu með yngri landsliðum Íslands svo það gerist ekki þörf á neinum formlegheitum í upphafi sambúðar.
  
Fréttir
- Auglýsing -