Fimm leikmenn hafa framlengt samninga sína við karla- og kvennalið Vals en Valskonur hafa tryggt sér áframhaldandi starfskrafta Guðbjargar Sverrisdóttur sem er á meðal lykilleikmanna félagsins. Þá hafa þær Sara Diljá Sigurðardóttir og Margrét Ósk Einarsdóttir einnig framlengt hjá Val.
Gunnlaugur H. Elsuson og Þorgrímur Guðni Björnsson hafa svo framlengt hjá karlaliði Vals sem er ánægjuefni fyrir Hlíðarendamenn sem á dögunum máttu sjá á eftir tveimur Oddum, þeim Péturssyni og Ólafssyni.
Bæði Þorgrímur og Gunnlaugur léku lítið með Val á síðasta tímabili vegna meiðsla, Þorgrímur lék fjóra leiki en Gunnlaugur fimm.