spot_img
HomeFréttirMutapcic tekur við af Menz hjá Þjóðverjum

Mutapcic tekur við af Menz hjá Þjóðverjum

Þýska landsliðið í körfuknattleik er komið með nýjan þjálfara en það er Emir Mutapcic sem tekur við starfanum af Frank Menz. Mutapcic er aðstoðarþjálfari Bayern Munchen í þýsku Bundesligunni.
 
 
Mutapcic tekur að sér Evrópuverkefni Þjóðverja í sumar og heldur aftur eftir það í raðir „Bæjara“ í Munchen en rót hefur verið á þjálfaramálum þýska liðsins sem er nú með sinn þriðja þjálfara á tveimur árum. Svetislav Pesic aðalþjálfari Bayern var einmitt með þýska liðið 2012 og Menz 2013-2014.
 
Þjóðverjar eru hér að ráða til skamms tíma en leit stendur að nýjum þjálfara eftir Evrópuverkefnin í sumar til þess að stýra liðinu í lokakeppni Evrópukeppninnar 2015 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
 
Þjóðverjar hafa einu sinni orðið Evrópumeistarar eða árið 1993 þegar keppnin fór fram í Munchen í Þýskalandi.
 
Mynd/ Emir Mutapcic er nýr þjálfari þýska landsliðsins í körfuknattleik.
  
Fréttir
- Auglýsing -