Nerlens Noel, einn af feitu bitunum úr síðasta nýliðavali NBA deildarinnar, gæti hugsanlega mætt í sitt fyrsta NBA verkefni með Philadelphia 76ers í Orlando Summer League. Noel sem valinn var inn í NBA deildina á síðustu leiktíð með slitið krossband var upphaflega valinn til New Orleans Pelicans en síðan sendur yfir til 76ers fyrir Jrue Holiday.
Noel meiddist í lok háskólaferilsins með Kentucky Wildcats en nú styttist óðar í kappann sem hefur fengið leyfi til að taka þátt í takmörkuðum æfingum með 76ers. Sumardeildin í Orlando verður að öllum líkindum hans fyrsta „gigg.“